Sálfræði einkalífsins

Sálfræði-einkalífsins-175x267Sálfræði einkalífsins er einstakur leiðarvísir í margbrotnu lífi nútímafólks. Í bókinni er fjallað um hvað mótar persónuleika okkar og hvernig við getum tekist á við þann vanda og þau tækifæri sem mæta okkur í einkalífi og starfi. Hér er að finna svör við fjölmörgum áleitnum spurningum sem skjóta upp kollinum á lífsleiðinni.

Versla bók

 

 

 

 

 

Í blóma lífsins

iblomalifsinsKonur og karlar í blóma lífsins, nýtt og spennandi æviskeið.

Upp úr fertugu fara í hönd miklar breytingar í lífi fólks og spennandi tækifæri myndast í einkalífi og starfi. Á miðjum aldri er sálrænn þroski, vitsmunageta og félgasleg hæfni í hámarki. Í bókinni er fjallað um þetta umbreytingaskeið og skyggnst jöfnum höndum inn í veruleika og sálarlíf karla og kvenna á þessum árum. Ýmsum ágengum spurningum er svarað og hulunni svipt af málum sem hafa verið umlukin þögn. Byggt er á nýjustu rannsóknum á þessu sviði sem og áratuga reynslu höfunda sem sálfræðinga.

Versla bók

 

 

Ást í blíðu og stríðu

ast-i-bliduHöfundur: Álfheiður Steinþórsdóttir

Ástin er dýrmæt. Hún er sterkasta tilfinningin sem flest okkar upplifa og jafnframt sú tilfinning sem ræður mestu um líf okkar og líðan. Ástin getur breytt öllu og kallað fram óendanlega hamingju en líka dýpsta sársauka. Hér er komin bók sem getur hjálpað.

Versla bók

 

 

 

 

Barnasálfræði í kilju

barnaBókin Barnasálfræði kom út árið 1995 og hefur nú verið gefin út í kilju en hún hefur verið ófáanleg um árabil.
Þessari bók er ætlað að vera vegvísir handa uppalendum og öðrum sem sinna málefnum barna. Hún fjallar um þroska þeirra frá fæðingu til unglingsára og er fyrsta íslenska bókin sinnar tegundar.

Versla bók

 

 

 

Hvað er svona merkilegt við það - að vera tvíburi?

tviburiÞessi bók er fyrsta frumsamda bókin um málefni fleirbura á íslenska. Hún fjallar að mestu leyti um tvíbura en einnig um þríbura. Bókin er ætluð öllum fullorðnum sem hafa áhuga á að kynna sér flókin fyrirbrigði tilverunnar og sálfræði mannsins. Hún er einstakt fræðsluefni fyrir fleirburaforeldra og fagfólk á ýmsum sviðum t.d. á heilbrigðis- og uppeldissviði að ógleymdum fleirburunum sjálfum. Bókin byggir á vísindalegri þekkingu, rannsóknum og viðtölum ásamt reynslu höfundar og á erindi til allra sem láta sig varða margbreytileika mannlegrar hegðunar.

 

 

 

Makalaust líf

makalaustlifUm ást og sorg, úrvinnslu og uppbyggingu við makamissi.
Höfundar nálgast efnið frá margháttuðum sjónarhornum svo úr verður einstakt verk. – Magnþrungin frásögn Önnu Ingólfsdóttur, sem mun ekki láta neinn ósnortinn. Anna missti eiginmann sinn 35 ára gömul. Guðfinna Eydal sálfræðingur fjallar um sorgina og leiðina til nýs lífs eftir makamissi, og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur tekur áhrifamikil viðtöl við fjóra einstaklinga sem á ólíkum aldri misstu maka sinn. Hljóðdiskur með hugleiðslu og djúpslökun fylgir bókinni.
Höfundar: Anna Ingólfsdóttir, Guðfinna Eydal, Jóna Hrönn Bolladóttir

 

Versla bók