Hvað er svona merkilegt við það - að vera tvíburi?

tviburiÞessi bók er fyrsta frumsamda bókin um málefni fleirbura á íslenska. Hún fjallar að mestu leyti um tvíbura en einnig um þríbura. Bókin er ætluð öllum fullorðnum sem hafa áhuga á að kynna sér flókin fyrirbrigði tilverunnar og sálfræði mannsins. Hún er einstakt fræðsluefni fyrir fleirburaforeldra og fagfólk á ýmsum sviðum t.d. á heilbrigðis- og uppeldissviði að ógleymdum fleirburunum sjálfum. Bókin byggir á vísindalegri þekkingu, rannsóknum og viðtölum ásamt reynslu höfundar og á erindi til allra sem láta sig varða margbreytileika mannlegrar hegðunar.

 

 

 

 

Af hverju hafa menn áhuga á tvíburum?
Veita tvíburar svar við spurningunni um erfðir og umhverfi?
Hvað er sérstakt við að vera tvíburi?
Er munur á persónuleika einbura og tvíbura?
Hvaða áhrif hefur tvíburafæðing á fjölkylduna, móðurina, föðurinn og systkinin?
Hvernig bregst umhverfið við tvíburum?
Hvað er sérstakt við sálrænan þroska tvíbura?
Gilda sérstakar reglur um uppeldi tvíbura?
Eru tvíburatengsl lík öðrum nánum tengslum eins og hjóna, systkina og náinna vina?
Hvað er hægt að læra af samskiptum tvíbura?
Veita tvíburar svar við gátum lífsins?