Barnasálfræði í kilju

barnaBókin Barnasálfræði kom út árið 1995 og hefur nú verið gefin út í kilju en hún hefur verið ófáanleg um árabil.
Þessari bók er ætlað að vera vegvísir handa uppalendum og öðrum sem sinna málefnum barna. Hún fjallar um þroska þeirra frá fæðingu til unglingsára og er fyrsta íslenska bókin sinnar tegundar.

Versla bók

 

 

 

 

Annars vegar er lýst eðlilegum þroskaferli og sérkennum hvers aldursskeiðs um sig og hins vegar tekið á einstökum atriðum.Má þar nefna kafla um foreldrahlutverkið og annan um mótun barns í fjölskyldu, þar sem meðal annars er rætt um einkabörn og tvíbura. Staldrað er við breytingar og álag sem komið geta upp í lífi barna, svo sem missi ýmiss konar, skilnað foreldra, búferlaflutninga og stjúpfjölskyldur. Þá er fjallað um sálræna erfiðleika barna og hegðunarvandkvæði og loks afmarkaða þætti, til dæmis svefnvenjur, aga, ofbeldi, leik og sköpun, kynhlutverk, vináttu, umferðina og fleira.

Barnasálfræði, Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:

1 Foreldrahlutverkið
2 Þroski barna frá fæðingu til 6 ára aldurs
3 Þroski 7-12 ára barna
4 Mótun barns í fjölskyldu
5 Breytingar og álag í lífi barna
6 Raunveruleiki íslenskra barna
7 Sálrænir erfiðleikar
8 Einstök umfjöllunarefni