Álfheiður Steinþórsdóttir

ÁlfheiðurÁlfheiður Steinþórsdóttir lauk embættisprófi í sálfræði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1975. Hún starfaði fyrst við Kleppsspítala, frá 1975-1979. Hún var sálfræðingur við Félagsmálastofnun Reykjavíkur frá 1979-1983 og sálfræðingur við Foreldraráðgjöfina frá 1979-1983. Álfheiður sat í Barnaverndarráði Íslands 1979-1983. Hún varð sérfræðingur í klíniskri sálfræði 1992. Álfheiður lauk 2ja ára meðferðarnámi í hugrænni atferlismeðferð 2001 og 2ja ára handleiðslunámi á sama sviði 2005. Hún hefur unnið klíniskar rannsóknir og meðdómarastörf fyrir dómstóla á Íslandi.

Álfheiður hefur ritað bækur og fjölda greina um sálfræðileg efni auk þess að gegna kennslu, fræðslu og nefndarstörfum.Frá 1983 hefur hún verið í fullu starfi við Sálfræðistöðina ásamt Guðfinnu Eydal. Hún starfar við meðferð og ráðgjöf fullorðinna ásamt ýmiskonar námskeiðshaldi.

 

  

Guðfinna Eydal

GuðfinnaGuðfinna Eydal lauk embættisprófi í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1975. Hún starfaði fyrst sem sálfræðingur við sálfræðideild skóla í Reykjavík 1976-1978. Hún hefur verið sérfræðingur í klínískri sálfræði frá 1992 og hefur auk ýmissa kennslustarfa unnið við Foreldraráðgjöfina 1979-1983 og við rannsóknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1981-1982.
Guðfinna hefur setið í Barnaverndarráði Íslands 1979-1983 og frá 1991 til 2002. Frá 2002 hefur Guðfinna setið í Kærunefnd Barnaverndarmála. Auk þess hefur hún starfað sem meðdómari fyrir dómstóla.

Guðfinna hefur ritað bækur og fjölda greina um sálfræðileg efni. Frá 1983 hefur hún verið í fullu starfi við Sálfræðistöðina ásamt Álfheiði Steinþórsdóttur. Þar vinnur hún við meðferð og ráðgjöf fullorðinna ásamt ýmiskonar námskeiðahaldi.